Erlent

Tug­ir barn­a bor­in af stað­göng­u­mæðr­um strönd­uð í Úkra­ín­u

Samúel Karl Ólason skrifar
Foreldrarnir eru að mestu frá Bandaríkjunum og Evrópu en yfirvöld Úkraínu hafa lokað landamærum ríkisins, eins og gert hefur verið víða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.
Foreldrarnir eru að mestu frá Bandaríkjunum og Evrópu en yfirvöld Úkraínu hafa lokað landamærum ríkisins, eins og gert hefur verið víða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Getty

Rúmlega fimmtíu ungbörn, sem fædd voru af staðgöngumæðrum, eru í raun strönduð í Úkraínu en foreldrar þeirra komast ekki til landsins að sækja þau. Foreldrarnir eru að mestu frá Bandaríkjunum og Evrópu en yfirvöld Úkraínu hafa lokað landamærum ríkisins, eins og gert hefur verið víða vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Öllum börnunum 51 hefur verið komið fyrir á sjúkrahóteli í jaðri Kænugarðs, samkvæmt frétt Sky News, og geta foreldrar þeirra eingöngu hitt þau í gegnum internetið. Útlit er fyrir að börnin verði þarna um langt skeið.

Bæði verður foreldrunum ekki hleypt inn í landið án formlegrar beiðni frá yfirvöldum heimaríkja þeirra. Þar að auki yrði alfarið óljóst hvernig þau kæmust þangað þar sem flug hafa að mestu verið felld niður.

Foreldrum sextán bara hefur tekist að sækja börn sín til Úkraínu.

Eigendur hótelsins, fyrirtækið BioTexCom hafa átt í viðræðum við yfirvöld Úkraínu um börnin en það hefur ekki skilað þeim árangri sem þeir vonuðust eftir.

Með því að ganga með barn annarra getur kona fengið allt að tvær og hálfa milljón króna fyrir. Fregnir af börnunum hafa leitt til umræðu um staðgöngumæður í Úkraínu. Fyrirkomulagið hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum sem segja að börn séu auglýst og komið fram við þau sem vörur.

Hér að neðan má sjá frétt BBC um börnin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×