Tvær af þungavigtarþjóðum fótboltans þyrstir í árangur og mætast í leik upp á líf eða dauða í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:45 Lionel Messi í síðasta leik sínum á móti Brasilíu. Messi og félagar hafa ekki unnið Brasilíumenn í fjórtán ár. Getty/Michael Dodge Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum. Copa América Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir í BeloHorizonte í kvöld þegar nágrannarnir og erkifjendurnir Brasilía og Argentína mætast í undanúrslitaleik CopaAmerica 2019. Í boði er úrslitaleikur á móti annaðhvort Síle eða Perú sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Það er því ekkert skrýtið að margir líta á leikinn í kvöld sem hálfgerðan úrslitaleik keppninnar en Síle eða Perú eru þó sýnd veiði en ekki gefin. Leikur Brasilíu og Argentínu hefst klukkan 00.30 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Leikir Brasilíu og Argentínu eru vissulega „Clasico“ leikir suður-ameríska fótboltans og alltaf stór viðburður en vandræði beggja þjóða inn á fótboltavellinum síðustu ár gerir þetta enn stærri viðureign í kvöld.Lionel Messi er enn að bíða eftir stórum titli með argentínska landsliðinu. Hann hefur oft komist nálægt því en hefur ekkert unnið síðan með 23 ára liðinu á ÓL í Peking fyrir ellefu árum. Messi fær ekki mörg tækifæri til viðbótar og leikurinn í kvöld skiptir því miklu máli fyrir hann. Argentínska liðið hefur aðeins lagað sinn leik eftir slaka byrjun en Messi sjálfur á enn eftir að finna taktinn sinn. Það gæti gerst í kvöld. Heimamenn í Brasilíu eru enn að jafna sig eftir 7-1 skell á móti Þýskalandi í undanúrslitaleik HM í Brasilíu sem fór einmitt fram á þessum sama velli og spilað verður á í kvöld. Brassarnir halda nú aftur stórmót og nú þrá þeir ekkert annað en sigur á heimavelli. Brasilíumenn hafa ekki unnið heimsmeistaratitilinn í sautján ár (2002) og þeir hafa enn fremur ekki unnið Suðurameríkukeppnina í tólf ár. Það sem meira er að frá síðasta sigri þeirra árið 2007 hafa þeir aldrei komist í undanúrslit keppninnar fyrr en nú. Liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er sigurstranglegra í leiknum í kvöld. Þar spilar líka inn í tak þeirra á Argentínumönnum undanfarin fjórtán ár. Talandi um langa bið þá hafa Argentínumenn ekki unnið nágranna sína frá Brasilíu inn á fótboltavellinum síðan árið 2005. Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum, Brassarnir hafa unnið fjórum sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Argentína og Brasilía þyrstir í árangur og sigur í kvöld væri stór í augum beggja þjóða. Það má því búast við alvöru leik fullan af spennu og miklum tilfinningum.
Copa América Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk Sjá meira