Sheikinn reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti Man. City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:30 Hefði Pep Guardiola þá orðið knattspyrnustjóri Liverpool frekar en Jürgen Klopp? Það fáum við aldrei að vita. Samsett/Getty Arabísku eigendurnir hjá Manchester City gerbreyttu öllu hjá félaginu þegar þeir keyptu það fyrir tólf árum og gerðu það í framhaldinu að einu besta fótboltaliði heims. Manchester City var hins vegar ekki fyrsti kostur. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frá því á Sky Sports að núverandi eigendur Manchester City, með Sheikh Mansour í fararbroddi, hafi á sínum tíma reynt að kaupa Liverpool áður en þeir ákváðu síðan að kaupa Manchester City. Fjárfestahópurinn frá Abu Dhabi reyndi allt sem þeir gátu til að eignast Liverpool en Amanda Staveley, eftirsóttur tengiliður á milli enska og arabíska viðskiptaheimanna, sagði við Souness á sínum tíma að erfið samskipti við þáverandi eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, hafi orðið til þess að ekkert varð úr þessum kaupum. Manchester City's Abu Dhabi family owners "tried and tried" to purchase Liverpool before they ended up at their Premier League rivals, according to Graeme Souness. Gillett and Hicks were so difficult to deal with, they just walked away in the end.'"https://t.co/Eoui734Ake— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 13, 2020 „Ég fór með fjölskyldunni til Dúbaí fyrir tólf eða þrettán árum síðan og kynntist Amöndu á hótelinu. Hún sagðist vera stuðningsmaður Liverpool og talaði um að hafa hjálpað til við eigendaskipti Manchester City," sagði Graeme Souness á Sky Sports. „Þá spurði ég hana hvers vegna hún hafði hjálpað til við yfirtöku á Man City frekar en Liverpool," sagði Souness sem vann ellefu stóra titla sem leikmaður Liverpool þar af vann hann ensku deildina fimm sinnum og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. „Hún svaraði: Ég reyndi og reyndi en það var alltof erfitt að eiga við Gillette og Hicks," sagði Souness. Graeme Souness varð líka knattspyrnustjóri Liverpool frá 1991 til 1994 og gerði félagið að enskum bikameisturum árið 1992. Imagine if this had happened! https://t.co/zSKkLNjtpQ— Fox Football (@FOXFOOTBALL) May 14, 2020 Amanda Staveley hjálpaði Sheikh Mansour og félögum að eignast Manchester City árið 2018 og er nú tólf árum síðar að hjálpa öðrum arabískum fjárfestum að eignast Newcastle United. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George N. Gillett Jr. höfðu eignast Liverpool ári fyrr en vöktu enga lukku þessi þrjú ár sem þeir áttu félgið. Þeir seldu það á endaum til núverandi eigenda, New England Sports Ventures, í október 2010. Manchester City vann Englandmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár vorið 2012 og hefur unnið hann þrisvar til viðbótar á síðustu sex árum auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar sinnum og enska deildabikarinn fimm sinnum. Man City owners tried to buy Liverpool in 2008 before FSG came in, reveals Graeme Souness #ManCity #LFC #PL https://t.co/vkciLhXLKt— Republic (@republic) May 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Arabísku eigendurnir hjá Manchester City gerbreyttu öllu hjá félaginu þegar þeir keyptu það fyrir tólf árum og gerðu það í framhaldinu að einu besta fótboltaliði heims. Manchester City var hins vegar ekki fyrsti kostur. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frá því á Sky Sports að núverandi eigendur Manchester City, með Sheikh Mansour í fararbroddi, hafi á sínum tíma reynt að kaupa Liverpool áður en þeir ákváðu síðan að kaupa Manchester City. Fjárfestahópurinn frá Abu Dhabi reyndi allt sem þeir gátu til að eignast Liverpool en Amanda Staveley, eftirsóttur tengiliður á milli enska og arabíska viðskiptaheimanna, sagði við Souness á sínum tíma að erfið samskipti við þáverandi eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, hafi orðið til þess að ekkert varð úr þessum kaupum. Manchester City's Abu Dhabi family owners "tried and tried" to purchase Liverpool before they ended up at their Premier League rivals, according to Graeme Souness. Gillett and Hicks were so difficult to deal with, they just walked away in the end.'"https://t.co/Eoui734Ake— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 13, 2020 „Ég fór með fjölskyldunni til Dúbaí fyrir tólf eða þrettán árum síðan og kynntist Amöndu á hótelinu. Hún sagðist vera stuðningsmaður Liverpool og talaði um að hafa hjálpað til við eigendaskipti Manchester City," sagði Graeme Souness á Sky Sports. „Þá spurði ég hana hvers vegna hún hafði hjálpað til við yfirtöku á Man City frekar en Liverpool," sagði Souness sem vann ellefu stóra titla sem leikmaður Liverpool þar af vann hann ensku deildina fimm sinnum og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar. „Hún svaraði: Ég reyndi og reyndi en það var alltof erfitt að eiga við Gillette og Hicks," sagði Souness. Graeme Souness varð líka knattspyrnustjóri Liverpool frá 1991 til 1994 og gerði félagið að enskum bikameisturum árið 1992. Imagine if this had happened! https://t.co/zSKkLNjtpQ— Fox Football (@FOXFOOTBALL) May 14, 2020 Amanda Staveley hjálpaði Sheikh Mansour og félögum að eignast Manchester City árið 2018 og er nú tólf árum síðar að hjálpa öðrum arabískum fjárfestum að eignast Newcastle United. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George N. Gillett Jr. höfðu eignast Liverpool ári fyrr en vöktu enga lukku þessi þrjú ár sem þeir áttu félgið. Þeir seldu það á endaum til núverandi eigenda, New England Sports Ventures, í október 2010. Manchester City vann Englandmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 44 ár vorið 2012 og hefur unnið hann þrisvar til viðbótar á síðustu sex árum auk þess að vinna enska bikarinn tvisvar sinnum og enska deildabikarinn fimm sinnum. Man City owners tried to buy Liverpool in 2008 before FSG came in, reveals Graeme Souness #ManCity #LFC #PL https://t.co/vkciLhXLKt— Republic (@republic) May 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira