Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Klíníkin í Ármúla rekur nú legudeild fyrir sjúklinga. Aðgerðir þar kosta ríflega milljón krónur. vísir/ernir Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15