Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 19:00 Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr. Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr.
Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira