Cristiano Jr. sem er aðeins sjö ára gamall fær þá tækifæri til að taka aukaspyrnu og er óhætt að segja að það sé kunnuglegir taktar hjá stráknum.
Lífið leikur við pabba hans þessa dagana sem leikur með Real Madrid en Cristiano var mættur til að fylgjast með syninum þrátt fyrir þétta leikjadagskrá framundan.
Framundan um helgina er leikur gegn Barcelona og handan við hornið eru leikir í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem Real mætir nágrönnum sínum í Atletico Madrid.
Það verða miklar væntingar gerðar til stráksins hans og er hann strax farinn að vekja athygli fyrir takta sína inn á vellinum.