Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 23:31 Konan var ráðin í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Bolungarvík.is Skírnir Garðarson prestur sakar sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann hafi látið kanna hvort hún segði rétt frá. Sjá einnig: „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik „Ég gat ekki látið hana haft peninga né mat öðruvísi en að frétta af því hvort hún væri að segja mér satt eða ekki. Þannig ég ákvað að hringja í félagsmálastjóra Mosfellsbæjar, sem ég og gerði. Af því ég hafði lúmskan grun um það að pappírarnir sem lágu þar væru að hluta til falsaðir þá spurði ég félagsmálafulltrúann að því hvort ég gæti fengið að sjá þá,“ segir Skírnir í samtali við fréttastofu. Hann segist þó aldrei hafa fengið að sjá pappírana en hafi rætt við fulltrúann í síma. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að veita konunni styrk upp á tíu þúsund krónur. Hann segist hafa þá haldið að málinu væri lokið. „Mánuði seinna hringdi félagsmálafulltrúinn í mig og spyr af hverju ég hefði ekki andmælt kærunni. Ég kom gjörsamlega af fjöllum, vissi ekki hvaða kæru hún var að tala um. Þá var andmælafresturinn runninn út því hún hafði kært mig fyrir brot í starfi fyrir það að hafa aflað upplýsinga um gögnin hennar.“ Sá hana í fréttum á leið til Bolungarvíkur Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta vita, en látið það ógert. „Um leið og ég sá hana á leiðinni til Bolungarvíkur að starfa á Bergi, þá lenti ég í alveg gríðarlegri klemmu. Ég hugsaði svo: Ef ég fer að blanda mér í þetta, þá verður mér enn og aftur borið á brýn að ég sé að skipta mér af málum sem koma mér ekki við,“ segir Skírnir en bætir við að hann hafi orðið áhyggjufullur. „Ég sé eftir því að hafa ekki hringt í lögregluna um leið og ég sá hana fara í þyrluna.“ Hann segist hafa sett sig í samband við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag. Hann hafi rætt við hann símleiðis og beinlínis varað hann við konunni. Honum hafi verið brugðið, enda ástandið í samfélaginu alvarlegt og bakvarðasveitin að sinna mikilvægum störfum. „Við erum að tala um þjóðaröryggi núna.“ Hann segir það þó vera ákveðinn létti að málið hafi komist upp. Hann hafi verið hugsi yfir því atviki sem snýr að honum í mörg ár en það sé miður ef fleiri hafi lent í sambærilegu. „Það er eins það sé lyft af manni fargi. Þetta er búið að vera mér rosalega erfitt í mörg mörg ár.“ Segist ekki hafa villt sér á heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður Í samtali við fréttastofu í dag sagðist konan ekki hafa villt sér á heimildir. Hún sé með erlend próf og hafi verið skýr með það frá upphafi. Þá sé hún með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla. Lögmaður konunnar þvertekur fyrir að hún hafi brotið af sér og hún hafi jafnframt starfað við umönnun í áraraðir. Hún hafi reynt að fá þá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Skírnir Garðarson prestur sakar sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann hafi látið kanna hvort hún segði rétt frá. Sjá einnig: „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik „Ég gat ekki látið hana haft peninga né mat öðruvísi en að frétta af því hvort hún væri að segja mér satt eða ekki. Þannig ég ákvað að hringja í félagsmálastjóra Mosfellsbæjar, sem ég og gerði. Af því ég hafði lúmskan grun um það að pappírarnir sem lágu þar væru að hluta til falsaðir þá spurði ég félagsmálafulltrúann að því hvort ég gæti fengið að sjá þá,“ segir Skírnir í samtali við fréttastofu. Hann segist þó aldrei hafa fengið að sjá pappírana en hafi rætt við fulltrúann í síma. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að veita konunni styrk upp á tíu þúsund krónur. Hann segist hafa þá haldið að málinu væri lokið. „Mánuði seinna hringdi félagsmálafulltrúinn í mig og spyr af hverju ég hefði ekki andmælt kærunni. Ég kom gjörsamlega af fjöllum, vissi ekki hvaða kæru hún var að tala um. Þá var andmælafresturinn runninn út því hún hafði kært mig fyrir brot í starfi fyrir það að hafa aflað upplýsinga um gögnin hennar.“ Sá hana í fréttum á leið til Bolungarvíkur Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta vita, en látið það ógert. „Um leið og ég sá hana á leiðinni til Bolungarvíkur að starfa á Bergi, þá lenti ég í alveg gríðarlegri klemmu. Ég hugsaði svo: Ef ég fer að blanda mér í þetta, þá verður mér enn og aftur borið á brýn að ég sé að skipta mér af málum sem koma mér ekki við,“ segir Skírnir en bætir við að hann hafi orðið áhyggjufullur. „Ég sé eftir því að hafa ekki hringt í lögregluna um leið og ég sá hana fara í þyrluna.“ Hann segist hafa sett sig í samband við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag. Hann hafi rætt við hann símleiðis og beinlínis varað hann við konunni. Honum hafi verið brugðið, enda ástandið í samfélaginu alvarlegt og bakvarðasveitin að sinna mikilvægum störfum. „Við erum að tala um þjóðaröryggi núna.“ Hann segir það þó vera ákveðinn létti að málið hafi komist upp. Hann hafi verið hugsi yfir því atviki sem snýr að honum í mörg ár en það sé miður ef fleiri hafi lent í sambærilegu. „Það er eins það sé lyft af manni fargi. Þetta er búið að vera mér rosalega erfitt í mörg mörg ár.“ Segist ekki hafa villt sér á heimildir sem heilbrigðisstarfsmaður Í samtali við fréttastofu í dag sagðist konan ekki hafa villt sér á heimildir. Hún sé með erlend próf og hafi verið skýr með það frá upphafi. Þá sé hún með hreina sakaskrá og viðurkenningu á menntun frá breskum skóla. Lögmaður konunnar þvertekur fyrir að hún hafi brotið af sér og hún hafi jafnframt starfað við umönnun í áraraðir. Hún hafi reynt að fá þá menntun hennar metna hjá íslenskum háskólum. „Þar gekk hún í þau störf sem yfirboðarar hennar fólu henni, svo sem að snúa sjúklingum, taka hita, gefa þeim að drekka, þvo þvotta o.fl. Yfirvöld höfðu fengið allar upplýsingar um menntun hennar og reynslu. Hún fór aldrei leynt með að menntun hennar hefði enn ekki verið metin af háskólayfirvöldum á Íslandi en var boðin og búin til aðstoðar,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24
„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23