„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Agnes Veronika Hauksdóttir og Valgerður Pálsdóttir. Vísir Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. Hún hafi treyst því að þeir sem byðu sig fram í slíkt verkefni gerðu það af heilum hug. Hún og Valgerður Pálsdóttir eru báðar bakverðir í bakvarðasveitinni fyrir vestan. Þær ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við fengum eiginlega bara ábendingar um það. Hún var búin að segja okkur að hún væri mjög lærð þannig það voru sumar sem voru farnar að hafa efasemdir,“ segir Agnes. Valgerður tekur í sama streng og segir konuna hafa sagt frá því að hún væri með menntun frá Skotlandi og reynslumikil þegar kæmi að heilbrigðisstörfum. „Það var ýmsilegt sem hún taldi til en við vissum að hún var að vinna í að fá samþykkt þetta próf sitt, hún sagði okkur það.“ Agnes segir grunsemdir strax hafa vaknað þegar hún framvísaði erlendu leyfisbréfi. Því hafði starfsfólkið haft varann á. Þá var hjúkrunarfræðinemi með henni við störf og hjúkrunarfræðingur á bakvakt í sama húsi. „Svo fengum við ábendingar þegar hún setti mynd af sér á Instagram að hún væri að „hjúkkast“, þá fékk fólk svolítið sjokk sem þekkir til hennar.“ Léttir að vera ekki smitaðar Allir í bakvarðasveitinni voru sendir í sóttkví eftir handtöku konunnar og voru sýni tekin úr þeim í gær. Rannsókn á sýnunum leiddi í ljós að enginn meðlimur sveitarinnar var smitaður. „Það var mikill léttir í morgun þegar við fengum skilaboðin um að við værum allar neikvæðar. Þess vegna erum við mjög glaðar að geta haldið áfram að sinna starfinu,“ segir Agnes. Valgerður segist hafa rætt við konuna í gærmorgun þegar hún hafði lokið vakt. Stuttu síðar fór Valgerður í göngutúr og var því ekki á svæðinu þegar lögreglan kom og sótti konuna. „Ég var mjög fegin að þurfa ekki að verða vitni að því.“ Þá segjast þær trúa því að þetta atvik sé einsdæmi. Þó sé um sérstakar aðstæður að ræða og því hafi svona mistök getað komið upp. „Og þetta ber allt mjög brátt að og það eru allir að reyna að gera sitt besta og við munum gera það áfram. Við erum auðvitað mjög glaðar með að við erum allar neikvæðar og erum ekki með smit. Við erum mjög jákvæðar í dag,“ segir Valgerður. Viðtalið við Agnesi og Valgerði má sjá í fullri lengd hér að neðan. Klippa: Viðtal við bakverðina í heild sinni
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Tengdar fréttir Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30 Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Bakvörðurinn kærður fyrir fjársvik á síðasta ári Konan sem grunuð er um skjalafals vegna starfa sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík sætir einnig rannsókn hjá lögreglu fyrir meint fjársvik. Hún er grunuð um að hafa áður og ítrekað villt á sér heimildir. 11. apríl 2020 18:30
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11. apríl 2020 10:24