Fótbolti

Gummi, Hjörvar og Freyr völdu sér draumaþjálfarann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr settinu á miðvikudagskvöldið.
Úr settinu á miðvikudagskvöldið. vísir/s2s

Í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni voru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Freyr Alexandersson í settinu. Þeir gerðu upp íslenska fótboltann sem og margt annað.

Í síðustu spurning þáttarins beindu þeir spjótunum sínum að draumaþjálfaranum. Hver og einn gat þá valið einn þjálfara sem þeim dreymdi að vinna með.

Fyrsti maður sem Freyr Alexandersson nefndi á nafn var Jose Mourinho. Hann hreifst mikið af stíl Mourinho og hann las mikið um Mourinho en Freyr segir að Mourinho hafi aðeins farið frá því sem Freyr heillaðist við Portúgalann. Hann segir að Jurgen Klopp heilli hann meira í dag.

Hjörvar Hafliðason tók í sama streng með Klopp en það voru ansi mörg nöfn sem komu fram á sjónarsviðið. Þar á meðal Fatih Terim en þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportið í kvöld - Völdu sér draumaþjálfarann

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×