Morðið í Hafnarfirði: Lögregla var á heimilinu fimm tímum fyrir andlátið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2020 18:30 Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum. Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Lögregla í Hafnarfirði hafði áður verið kölluð til vegna ástands mannsins, sem grunaður er um að hafa orðið móður sinni að bana aðfaranótt mánudags. Fimm klukkustundum síðar er hann talinn hafa raðist á móður sína. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið lagaskilyrði til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra útkallinu. Embætti héraðssaksóknara hefur verið upplýst um atburðarásina. Maðurinn, sem er um þrítugt, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald síðasta þriðjudag. Hann er grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði um klukkan hálf tvö, aðfaranótt mánudagsins 6. apríl. Banameinið er talið vera hnífstunga. Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn við geð- og fíknivandamál að stríða. Hann hafði búið hjá móður sinni og stjúpföður um tíma. Þá herma heimildir fréttastofu að móðirin hafi glímt við veikindi og kvöldið áður en hún var myrt höfðu hún og sambýlismaður hennar kallað til lögreglu á heimilið þar sem móðirin gat ekki sofið vegna ástands sonarins. Lögreglumenn mættu á staðinn og voru þar í nokkurn tíma, ræddu við manninn og fóru svo. Tæplega fimm klukkustundum síðar er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á móður sína og stjúpföður með þeim afleiðingum að stjúpfaðirinn slasaðist og móðirin lést. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/baldur hrafnkell Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, staðfestir að útkall hafi borist á umrætt heimili, kvöldið áður en konan lést. Hann segir að viðbrögð lögreglu við fyrsta útkallinu hafi þegar sætt skoðun embættisins og ekkert hafi komið fram um að vinnubrögð lögreglumanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Öll samskipti af heimilinu séu til á búkmyndavélum og hafi verið yfirfarin. Mat embættisins sé að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir hendi til að fjarlægja manninn af heimilinu í fyrra skiptið. Hins vegar hafi málavextir verið kynntir Héraðssaksóknara sem muni taka við rannsókn málsins á síðari stigum. Atburðarásin frá því fyrr um kvöldið sé hluti af rannsókn málsins. Þá segir Karl Steinar að stöðugt sé verið að rýna viðbrögð lögreglu í málum sem þessum.
Lögreglumál Hafnarfjörður Grunaður um manndráp í Hafnarfirði Tengdar fréttir Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Einn í gæsluvarðhald í tengslum við andlátið í Hafnarfirði Karlmaður um þrítugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald 6. apríl 2020 20:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:35