Innlent

Grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Úr gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði.
Úr gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um þrítugt var í gærkvöldi útskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa orðið móður sinni að bana. Banameinið er talið vera hnífstunga. 

Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness um kvöldmatarleytið í gær og var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglu barst tilkynning um klukkan hálf tvö aðfaranótt mánudags og fannst konan, sem var um sextugt, látin á heimili sínu í Hafnarfirði þegar lögregla kom á staðinn. 

Maðurinn, sem er sonur konunnar, var handtekinn ásamt öðrum manni á sextugsaldri. Þeim manni var sleppt úr haldi í gær og er ekki grunaður um að hafa átt aðild að andlátinu. Heimildir fréttastofu herma að rannsóknin miði að því að banameinið sé hnífstunga. 

Margeir Sveinsson, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Hann vildi ekki veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 17. apríl.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.