Innlent

Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 3,2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Jarðskjálfti af stærð 3,2 varð um fimm kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Skjálftinn fannst vel í Grindavíkurbæ.

Þrír aðrir skjálftar hafa orðið á svæðinu frá um klukkan hálf tíu í morgun. Nokkuð mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðustu misseri í tengslum við landris undir Þorbirni. Líklegt er talið að ástæða landrissins sé myndun kvikuinnskots í jarðskorpunni undir Þorbirni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×