Innlent

Slökkviliðsmenn á Snæfellsnesi styrkja gjörgæsluna

Andri Eysteinsson skrifar
Slökkvilið Snæfellsness í „Ég hlýði Víði“ bolum.
Slökkvilið Snæfellsness í „Ég hlýði Víði“ bolum. Mynd/Þröstur Albertsson

Starfsmannafélag slökkviliðs Snæfellsbæjar hefur ákveðið að veita styrktarfélagi gjörgæsludeildar Landspítalans rausnarlega gjöf.

Slökkviliðsmenn hafa allir keypt boli með merkingunni „Ég hlýði Víði“ og mun starfsmannafélagið gefa 100.000 krónur til Vonar, styrktarfélags gjörgæsludeildar þar sem sjúklingum sem þungt haldnir eru vegna kórónuveirunnar er sinnt.

„Starfsmannafélag Slökkviliðs Snæfellsbæjar er ákaflega þakklátt fyrir það frábæra og vandasama starf sem á sér stað hjá heilbrigðisstarfsmönnum landsins þessa dagana, við heyrðum af söfnuninni til styrktar gjörgæslunni og erum að sjálfsögðu með í henni enda um frábært framtak að ræða. Viljum við skora á önnur Slökkvilið á landinu að gera slíkt hið sama,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×