Fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar í Jemen Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:05 Hörmundarástand er í Jemen, skortur er á mat og öllum nauðsynjum og milljónir lifa við hungurmörk Vísir/Getty Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Karlmaður um sextugt hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Jemen. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið í ríkinu, sem stendur illa eftir fimm ára borgarastríð. Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam segja það vera áfall að smit sé staðfest í ríkinu og kallaði Alþjóðlega björgunarnefndin (IRC) þetta verstu mögulegu sviðsmyndina. Nú þegar séu aðstæður slæmar og milljónir treysti á mataraðstoð. Aðeins helmingur spítala í landinu eru nothæfir og eru aðrir sjúkdómar á borð við kóleru, malaríu og beinbrunasótt algengir í landinu. Því muni útbreiðsla kórónuveirunnar aðeins gera illt verra. Maðurinn sem greindist með veiruna er í stöðugu ástandi og er í einangrun á farsóttarheimili. Höfnin þar sem maðurinn starfaði var lokuð af og aðrir starfsmenn settir í sóttkví. Lisa Grande, yfirmaður mannúðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði afleiðingarnar geta orðið hörmulegar. „Við erum búin að óttast þetta í vikur og nú er þetta búið að gerast,“ sagði Grande um smitið. Ástandið í ríkinu sé slæmt eftir stríðsátök undanfarinna ára og fólkið sé mjög viðkvæmt fyrir slíkum smitsjúkdómum. Vopnahléi var lýst yfir í gær af hersveitum sem leiddar eru af sádi-arabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen. Vopnahléið er til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem hafa stefnt að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars árið 2015.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jemen Tengdar fréttir Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14 COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05 Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Lýsa yfir vopnahléi í Jemen Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu. 9. apríl 2020 09:14
COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum Barnaheill – Save the Children hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19 heimsfaraldrinum. 7. apríl 2020 16:05
Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn. 28. janúar 2020 14:30