Innlent

Áhættuhópar bíði með bólusetningu þar til ástandið skánar

Sylvía Hall skrifar
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag.
Frá upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Sigurjón

Bólusetningar við inflúensu og lungnabólgu hafa ekki áhrif á kórónuveirusmit. Það sé alveg ljóst að árleg inflúensusprauta hafi ekkert að segja, enda sé hún við annarri veiru.

Þetta kom fram í máli Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Við erum búin að ræða það, og meðal annars við Þórólf. Inflúensubólusetningin klárlega ekki, það er allt önnur veira, og lungabólgubólusetningin í raun ekki heldur,“ svaraði Sigríður Dóra spurningu varðandi hvort þessar bólusetningar hefðu einhver áhrif.

Skortur hefur verið á bóluefni gegn lungnabólgu og var það ófáanlegt í byrjun mars eftir mikla eftirspurn á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Dóra segir bóluefnið komið aftur í litlu magni, en þau eigi von á meira.

„Þeir sem eru með undirliggjandi lungnasjúkdóma og eru í áhættuhópum, við ráðleggjum þeim ekki að gera sérð ferð út og fara inn á heilsugæslustöð þar sem þeir eru hugsanlega útsettir fyrir smiti. Betra bara að vera heima og fá síðan þessa lungnabólgubólusetningu þegar um hægist,“ sagði Sigríður Dóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×