Fréttir

Bóluefni gegn lungnabólgu uppurið

Andri Eysteinsson skrifar
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bóluefni gegn lungnabólgu.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir bóluefni gegn lungnabólgu. Getty/David Gready

Mikil eftirspurn hefur verið eftir bóluefni gegn lungnabólgu á heilsugæslustöðvum með þeim afleiðingum að bóluefnið er uppurið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslunni.

Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði.

Í tilkynningunni segir að bóluefnið, sem hefur ekki áhrif gegn kórónuveirunni, né lungnabólgu í kjölfar sýkingar af COVID-19, sé uppselt hjá birgjum og því ekki væntanlegt fyrr en undir lok mánaðar.

Heilsugæslan bendir á að hægt sé að skrá sig á lista hjá sinni Heilsugæslustöð á vefsíðunni Heilsuveru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×