Fótbolti

Mun velja Bayern frekar en Liverpool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það stefnir í að Havertz verði áfram í rauðu á næstu leiktíð. 
Það stefnir í að Havertz verði áfram í rauðu á næstu leiktíð.  EPA-EFE/ARMANDO BABANI

Þýska ungstirnið Kai Havertz, leikmaður Bayer Leverkusen, verður líklega á faraldsfæti þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Hann virðist þó ekki á leið til Englands eins og talið var.

Hinn tvítugi Havertz hefur verið orðaður við nær öll stórlið Evrópu undanfarið misseri. Þar má nefna Barcelona, Real Madrid sem og flest stórliða Englands. Talið var að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool væri líklegasti áfangastaður leikmannsins unga. 

Nú virðist hins vegar Havertz ætla sömu leið og flestir efnilegir leikmenn Þýskalands. Hann er nefnilega á leiðinni í raðir Bayern Munich samkvæmt Sky Sports.

Er hann ekki sá fyrsti til þess að Bayern hefur verið duglegt að laða til sín bestu leikmenn deildarinnar undanfarin ár. Eykur það yfirburði þeirra í deildinni enn frekar.

Havertz, sem verður 21. árs í sumar hefur leikið sjö landsleiki fyrir A-landslið Þýskalands og skorað í þeim eitt mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.