Fótbolti

KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR er eitt þeirra tólf liða sem fær greitt fyrirfram.
KR er eitt þeirra tólf liða sem fær greitt fyrirfram. Vísir/Bára

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga.

Frá þessu er greint á vef KSÍ.

„Stjórn KSÍ samþykkti samhljóða á rafrænan hátt milli funda sinna 26. mars og 2. apríl að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. Samkvæmt samningi er gjalddagi þessarar greiðslu 1. júní en verður nú greiddur 1. apríl. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar frá 2. apríl.“

Er þetta gert til að koma til móts við félögin sem öll hafa orðið fyrir höggi fjárhagslega vegna kórónuveirunnar.

Ef miða má við ársreikning KSÍ frá því í fyrra er ljóst að liðin fá mis háar upphæðir en verðlaunafé telur inn í þeim upphæðum sem KSÍ gefur upp frá því á síðustu leiktíð. Þar koma KR-ingar og Víkingar, sigurvegarar Pepsi Max deildarinnar og Mjólkurbikarsins, best út en félögin fengu 1,3 milljón hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.