Áhrif COVID-19 á ungmenni Valgerður Eyja Eyþórsdóttir skrifar 8. apríl 2020 14:45 Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita þá hefur Covid-19 haft mikil áhrif á allan heiminn og þar á meðal skólagöngu margra. Víða um heim hefur skólum verið lokað en hér á Íslandi höfum við reynt að halda skólastarfinu gangandi en í mjög breyttri mynd. Ég er ein þeirra sem mun útskrifast úr grunnskóla eftir 10 ára skólagöngu í vor. Þannig mun stórum og mikilvægum kafla í lífi mínu senn ljúka og annar taka við. Á sama tíma hefur þessi faraldur skapað mikla óvissu og hafa margar spurningar vaknað um framhaldið. Eins og svo margir aðrir bjóst ég aldrei við þessum enda á grunnskólagöngunni. Óvissuástand Framhaldsskólakynningarnar sem voru rétt að byrja, hvað verður um þær? Hvað með árshátíðirnar sem voru framundan? Hvernig verður námsmati háttað? Verður umsóknarfrestur í framhaldsskóla framlengdur? Hvað með útskriftir og útskriftarferðir okkar 10.bekkinga? Hvað með vinnu fyrir okkur ungmennin í sumar í þessu sögulega ástandi þegar atvinnuleysi hefur nánast aldrei mælst meira? Kannski skipta þessar vangaveltur ekki máli í stóra samhenginu þegar margir hafa veikst og margir hverjir berjast fyrir lífi sínu. Það er samt mikilvægt að það sé hlustað á vangaveltur okkar unga fólksins og við vinnum að sameiginlegum lausnum í stað þess að fresta öllu og hætta við. Jafnvægi í daglegu lífi Við höfum verið að stíga stór skref með aðstoð tækninnar í skólastarfinu og allir mjög opnir fyrir því að nýta sér allt það góða sem tæknibyltingin hefur fært okkur. Af því tilefni vil ég benda áhugasömum á efni sem við fulltrúar ungmenna í Evrópuráði um örugga netnotkun tókum saman og má finna á Insight2act.net. Á tímum sem þessum er mikilvægt að halda eins venjulegri rútínu og hægt er og reyna að viðhalda jákvæðu hugarfari því þetta er ekki auðvelt en við erum öll að reyna að gera okkar allra besta á þessum skrítnu tímum. Gott er líka að hafa í huga þar sem margt hefur færst á netið að við gætum þess að halda góðu jafnvægi á milli þessara tveggja heima þ.e. net- og raunheima og við pössum upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Við þurfum líka að muna að gæta þess að netsamskipti komi ekki alveg í veg fyrir félagsleg samskipti, alla vega þegar ástandið batnar. Höfundur er nemandi í 10. bekk í Álftanesskóla og fulltrúi í UngSaft, ungmennaráði SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun