Fótbolti

Mega æfa fimm saman í einu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías gekk í raðir Vål­erenga á síðasta ári.
Matthías gekk í raðir Vål­erenga á síðasta ári. Mynd/Vål­erenga

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Vål­erenga, segir að þar í landi reyni lið að æfa eftir bestu getu á þessum skrítnum tímum.

Matthías var í viðtali við íþróttadeild Morgunblaðsins þar sem hann fór yfir hvernig Vål­erenga hefur æft undanfarið í kjölfar þess að sett var samkomubann og regla að það þyrftu alltaf að vera tveir metrar á milli einstalinga.

„Ég held að lífið hérna sé svipað og hjá flest­um öðrum um þess­ar mund­ir. Varðandi fót­bolt­ann þá meg­um við æfa fimm sam­an í einu. Þá eru gjarn­an fimm leik­menn á ein­um vall­ar­helm­ingi og fimm á öðrum. Þjálf­ar­arn­ir standa fyr­ir utan völl­inn,” segir Matthías meðal annars í viðtalinu.

„Regl­urn­ar varðandi fót­bolt­ann hafa tekið nokkr­um breyt­ing­um. Í byrj­un mars máttu liðin æfa en það fór minnk­andi þegar farið var að loka skól­um og leik­skól­um. Á tíma­bili voru skipu­lagðar æf­ing­ar al­veg bannaðar.”

Að lokum segir Matthías að mörg skilyrði fylgi fimm manna reglunni.

“Bún­ings­klef­ar eru ekki notaðir, við meg­um ekki skalla bolt­ann né taka hann upp með hönd­un­um út af smit­hættu.”

Viðtalið við Matthías má finna á inn á vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×