Bernie Sanders hættir framboði sínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 15:34 Bernie Sanders. AP/Charles Krupa Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur ákveðið að hætta þátttöku sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Með því er nánast öruggt að Joe Biden mætir Donald Trump, forseta, í kosningabaráttunni. Líkur Sanders á því að tryggja sér tilnefningu flokksins voru orðnar litlar. Sanders tilkynnti þetta í fjarráðstefnu með starfsfólki framboðs hans um klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma í dag. Sagðist hann ætla að vinna með Biden að því að sigra Donald Trump. Óvænt velgengni Sanders í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið fór fram vakti mikla athygli og kom Sanders í mjög góða stöðu. Hann náði þó ekki að byggja á þeirri velgengni og auka fylgi sitt. Biden vann margar stórsigra í kjölfarið og svo gott sem tryggði sér tilnefninguna. Þetta var önnur tilraun Sanders til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en árið 2016 tapaði hann fyrir Hillary Clinton. Biden og forsvarsmenn Demókrataflokksins þurfa nú að vinna í því að tryggja framboði Biden stuðning stuðningsmanna Sanders, sem eru heilt yfir frekar ungir og framsæknir. Sagði stuðningsmenn sýna hafa breytt umræðunni Í beinni útsendingu á Periscope þakkaði Sanders öllum stuðningsmönnum sínum og sjálfboðaliðum sem að framboði hans komu. Hann sagði að þeir sem studdu framboð hans fjárhagslega hefðu sýnt fram á að mögulegt væri að fara í framboð til forseta án þess að reiða sig á auðjöfra. Hann sagði að hann og stuðningsmenn hans hefðu fært Bandaríkin fram á við þegar komi að umræðunni um efnahagslegt réttlæti og jöfnuð. Sanders hefur sérstaklega barist fyrir auknum jöfnuðu og því að hver Bandaríkjamaður hafi greiðan aðgang að heilbrigðiskerfi ríkisins. Sanders ætlar að starfa með Joe Biden.AP/Evan Vucci Ætlar að starfa með Biden Hann sagði ljóst að framtíð framboðs hans væri ljós og að hann gæti ekki unnið að svo stöddu. Hann sagðist vita að margir í hreyfingu hans væru ósammála ákvörðun hans sagði hann það eina í stöðunni að hætta. Með tilliti til þess að hann gæti ekki unnið, vildi hann ekki lengur draga athygli frá þeirri baráttu Demókrata að koma Donald Trump frá völdum. Hann hrósaði Joe Biden og sagðist að hann myndi starfa með honum og framboði hans. Sanders tók þó fram að hann yrði áfram á kjörseðlum og myndi nota stöðu sína til að reyna að hafa áhrif á áherslu- og stefnumál Biden. Today I am suspending my campaign. But while the campaign ends, the struggle for justice continues on. https://t.co/MYc7kt2b16— Bernie Sanders (@BernieSanders) April 8, 2020 Ætlar að vinna sér inn traust stuðningsmanna Sanders Joe Biden tjáði sig um ákvörðun Sanders á Twitter þar sem hann hrósaði honum fyrir hreyfinguna sem hann hefur myndað. Biden sagðist ætla að hlusta á Sanders og vitnaði í orð hans: Ekki ég, við. Biden beindi orðum sínum einnig beint að stuðningsmönnum Sanders og sagðist meðvitaður um að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði þeirra. „Ég veit að það gæti tekið tíma. En ég vil að þið vitið að ég sé ykkur, ég heyri í ykkur og ég skil mikilvægi þessarar stundar. Ég vona að þið gangið til liðs við okkur. Þið eruð meira en velkomin: Það er þörf fyrir ykkur,“ skrifaði Biden. And to Bernie s supporters: I know that I need to earn your votes. And I know that might take time. But I want you to know that I see you, I hear you, and I understand the urgency of this moment. I hope you'll join us. You're more than welcome: You're needed.— Joe Biden (@JoeBiden) April 8, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. 18. mars 2020 13:19