Níu fluttir á sjúkrahús eftir að nokkrir bílar lentu saman í Melasveit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. febrúar 2020 20:33 Þrír sjúkrabílar með níu manns úr slysinu eru komnir á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem fólkið er til skoðunar. Mynd/Aðsend Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi. Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent