Þorbjörg Sigríður fyllir skarð Þorsteins í þingflokki Viðreisnar Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Viðreisn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara og varaþingmaður, mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi. Þorsteinn greindi forseta Alþingis frá því í gær og svo opinberlega í morgun að hann hugðist segja af sér þingmennsku og hverfa aftur til starfa í atvinnulífinu síðar í mánuðinum. Hann mun einnig láta af varaformennsku í flokknum. Í tilkynningu frá Viðreisn kemur fram að Þorbjörg sé lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið framhaldsnámi í lögfræði frá Columbia í New York. Hún var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar þegar hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra, auk þess að hafa verið pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Þorsteinn Víglundsson.Vísir/vilhelm Hefur gaman af krefjandi verkefnum Haft eftir Þorbjörgu að hún hafi gaman af krefjandi verkefnum, komi úr þannig starfsumhverfi og finnist spennandi að fá núna að takast á við verkefni Alþingis. „Ég trúi á að hlutirnir sem máli skipta í lífinu eigi það sameiginlegt að vera krefjandi. Þingflokkur Viðreisnar er skemmtilegur og sterkur hópur, sem mér finnst frábært að verða núna hluti af. Auðvitað er síðan sérstakt að taka sæti á Alþingi með þau verkefni sem koma í kjölfar þess að faraldur er að breyta heiminum. Mér hefur fundist samstaða og samkennd einkenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leiðarljósi og frjálslyndar áherslur Viðreisnar.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi Einnig er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, að sér þyki að sjálfsögðu vont að sjá góðan liðsfélaga fara af þingi en á sama tíma sé spennandi að fá öfluga og reynslumikla manneskju sem hún viti að hafi bæði kraftinn og hjartað á réttum stað. „Þingflokkur Viðreisnar vinnur áfram þétt saman að þeim mikilvægu málum sem á okkur brenna. Við Þorsteinn höfum átt langt og farsælt samstarf og hann er einn af mínum nánari vinum. Um leið og ég sé eftir Þorsteini af þinginu hlakka ég til samstarfs við Þorbjörgu, sem nú kemur inn í þingflokkinn með mikilvæga reynslu sem ég veit að mun nýtast okkur,” er haft eftir Þorgerði Katrínu.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins. 8. apríl 2020 08:09