Innlent

Mun veita Am­gen inn­sýn í erfða­upp­lýsingar sjúk­linga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri.
Húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Vísir/vilhelm

Íslensk erfðagreining mun veita móðurfyrirtæki sínu, bandaríska líftæknifyrirtækinu Amgen, innsýn í erfðaupplýsingar einstaklinga sem batnað hefur af Covid-19-sjúkdómnum, sem kórónuveiran veldur.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um viðræður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við þarlend lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum.

Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þannig nýst við lyfjaframleiðslu.

Fyrirtækið var eitt fjögurra sem Trump kveðst hafa rætt við um slíka framleiðslu, einkum með það fyrir augum að lyfin gætu nýst Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í Covid-19-veikindum hans.

Í umfjöllun Guardian kemur þó fram að ekkert lyfjanna sem um ræðir hafi farið í gegnum tilskildar prófanir, og enn síður komið á almennan markað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×