Segir Bandaríkin íhuga að stöðva greiðslur til WHO Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 23:47 Bandaríkjaforseti hefur ýmislegt við störf WHO að athuga. AP/Alex Brandon Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að frysta greiðslur sínar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vegna þess sem forseti Bandaríkjanna telur vera „kínverska slagsíðu“ í starfsemi stofnunarinnar. WHO hafi „margoft haft rangt fyrir sér“ í baráttunni við kórónuveiruna, ekki síst við upphaf faraldursins. „Við ætlum okkur að stöðva greiðslur okkar til WHO. Við ætlum að stöðva greiðslurnar með kraftmiklum hætti og sjá svo til,“ sagði Donald Trump við upphaf blaðamannafundar um kórónuveiruna í kvöld. Hann dró þó í land nokkrum mínútum síðar þegar hann tjáði blaðamönnum að þessi mál væru til skoðunar. Líklega væri ekki heppilegt að stöðva greiðslur til alþjóðastofnunnar í miðjum faraldri. „Við munum kanna málið, við munum skoða það að hætta fjármögnunni.“ Fjórðungur frá Bandaríkjunum Bandaríkin eru langöflugasti bakhjarl stofnunarinnar. Beingreiðslur bandarískra stjórnvalda til WHO árið 2017, sem eru síðustu aðgengilegur tölur um fjármögnun stofnunarinnar, námu þannig 116 milljónum bandaríkjadala. Bandaríkin fjármagna jafnframt hin ýmsu verkefni stofnunarinnar fyrir um 100 til 400 milljónir dala árlega. Heildargreiðslan Bandaríkjanna til WHO árið 2017 nam þannig 500 milljónum dala, rúmlega 70 milljörðum króna, sem er næstum fjórðungur alls fjármagns sem stofnunin fékk það árið. Trump viðraði sambærilega skoðun á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. „WHO klúðraði málunum algjörlega,“ skrifaði Trump. „Einhverra hluta vegna, fjármagnað að miklum hluta af Bandaríkjunum, en á sama tíma hliðholl Kína. Við munum líta gaumgæfilega á þetta.“ The W.H.O. really blew it. For some reason, funded largely by the United States, yet very China centric. We will be giving that a good look. Fortunately I rejected their advice on keeping our borders open to China early on. Why did they give us such a faulty recommendation?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Aðspurður um meint mistök WHO hefur Trump reglulega vísað til ákvörðunar sinnar í upphafi árs um að banna komur erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna sem höfðu verið í Kína. Bandarískir ríkisborgarar sem höfðu heimsótt Hubei-hérað, þaðan sem faraldurinn dreifðist um heimsbyggðina, þurftu að sama skapi að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þessi ákvörðun, sem er útbreidd í dag, gekk í berhögg við tilmæli WHO á sínum tíma sem kváðu á um að slíkar íþyngjandi ferðatakmarkanir væru ekki vel til þess fallnar að koma í veg fyrir að veiran berist milli landa. Þess í stað myndu þær hafa umtalsverð efnahagsleg og félagsleg áhrif. „Á heildina litið benda gögn til þess að takmarkanir á fólks- og vöruflutningum skili takmörkuðum árangri í flestum tilfellum og dragi athyglina frá öðrum úrræðum,“ skrifar WHO. Síðar átti stofnunin eftir að breyta ráðleggingum sínum, nefna að takmarkanir sem þessar kynnu að gagnast vel við upphaf faraldursins en að aðgerðirnar mættu aðeins vara í skamman tíma. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO.epa/SALVATORE DI NOLFI Takmarkanir Bandaríkjanna vara hins vegar enn en fólu í sér víðtækar undanþágur. Útreikningar bandarískra miðla benda þannig til þess að um 40 þúsund farþegar hafi verið ferjaðir frá Kína til Bandaríkjanna á meðan takmarkanirnar hafa verið í gildi. Sérfræðingar í faraldsfræðum og lýðheilsuvísindum hafa jafnframt bent á að til þess að framfylgja takmörkunum sem þessum þurfi stjórnvöld að verja umtalsverðum fjármunum og mannafla, sem nýta mætti í önnur úrræði - eins og prófanir fyrir veirunni. Bandarísk stjórnvöld hafa enda kannski hvað harðast verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að koma á fót víðtækum skimunum í upphafi. Fyrir vikið hafi verið erfitt að meta raunverulegt umfangs smitsins í Bandaríkjunum. WHO lék víða lykilhlutverk við að útvega próf gegn veirunni á fyrstu stigum faraldursins. Bandarísk stjórnvöld afþökkuðu hins vegar próf stofnunarinnar en áttu síðan í vandræðum með að útvega sín eigin. Er nú svo komið að Bandaríkin hafa orðið verst úti í faraldrinum. Alls hafa næstum 400 þúsund staðfest smit greinst í landinu, sem dregið hafa næstum 13 þúsund manns til dauða. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir WHO efins um grímuskyldu Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess. 7. apríl 2020 20:00 Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. 31. mars 2020 12:28 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að frysta greiðslur sínar til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vegna þess sem forseti Bandaríkjanna telur vera „kínverska slagsíðu“ í starfsemi stofnunarinnar. WHO hafi „margoft haft rangt fyrir sér“ í baráttunni við kórónuveiruna, ekki síst við upphaf faraldursins. „Við ætlum okkur að stöðva greiðslur okkar til WHO. Við ætlum að stöðva greiðslurnar með kraftmiklum hætti og sjá svo til,“ sagði Donald Trump við upphaf blaðamannafundar um kórónuveiruna í kvöld. Hann dró þó í land nokkrum mínútum síðar þegar hann tjáði blaðamönnum að þessi mál væru til skoðunar. Líklega væri ekki heppilegt að stöðva greiðslur til alþjóðastofnunnar í miðjum faraldri. „Við munum kanna málið, við munum skoða það að hætta fjármögnunni.“ Fjórðungur frá Bandaríkjunum Bandaríkin eru langöflugasti bakhjarl stofnunarinnar. Beingreiðslur bandarískra stjórnvalda til WHO árið 2017, sem eru síðustu aðgengilegur tölur um fjármögnun stofnunarinnar, námu þannig 116 milljónum bandaríkjadala. Bandaríkin fjármagna jafnframt hin ýmsu verkefni stofnunarinnar fyrir um 100 til 400 milljónir dala árlega. Heildargreiðslan Bandaríkjanna til WHO árið 2017 nam þannig 500 milljónum dala, rúmlega 70 milljörðum króna, sem er næstum fjórðungur alls fjármagns sem stofnunin fékk það árið. Trump viðraði sambærilega skoðun á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. „WHO klúðraði málunum algjörlega,“ skrifaði Trump. „Einhverra hluta vegna, fjármagnað að miklum hluta af Bandaríkjunum, en á sama tíma hliðholl Kína. Við munum líta gaumgæfilega á þetta.“ The W.H.O. really blew it. For some reason, funded largely by the United States, yet very China centric. We will be giving that a good look. Fortunately I rejected their advice on keeping our borders open to China early on. Why did they give us such a faulty recommendation?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Aðspurður um meint mistök WHO hefur Trump reglulega vísað til ákvörðunar sinnar í upphafi árs um að banna komur erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna sem höfðu verið í Kína. Bandarískir ríkisborgarar sem höfðu heimsótt Hubei-hérað, þaðan sem faraldurinn dreifðist um heimsbyggðina, þurftu að sama skapi að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Þessi ákvörðun, sem er útbreidd í dag, gekk í berhögg við tilmæli WHO á sínum tíma sem kváðu á um að slíkar íþyngjandi ferðatakmarkanir væru ekki vel til þess fallnar að koma í veg fyrir að veiran berist milli landa. Þess í stað myndu þær hafa umtalsverð efnahagsleg og félagsleg áhrif. „Á heildina litið benda gögn til þess að takmarkanir á fólks- og vöruflutningum skili takmörkuðum árangri í flestum tilfellum og dragi athyglina frá öðrum úrræðum,“ skrifar WHO. Síðar átti stofnunin eftir að breyta ráðleggingum sínum, nefna að takmarkanir sem þessar kynnu að gagnast vel við upphaf faraldursins en að aðgerðirnar mættu aðeins vara í skamman tíma. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO.epa/SALVATORE DI NOLFI Takmarkanir Bandaríkjanna vara hins vegar enn en fólu í sér víðtækar undanþágur. Útreikningar bandarískra miðla benda þannig til þess að um 40 þúsund farþegar hafi verið ferjaðir frá Kína til Bandaríkjanna á meðan takmarkanirnar hafa verið í gildi. Sérfræðingar í faraldsfræðum og lýðheilsuvísindum hafa jafnframt bent á að til þess að framfylgja takmörkunum sem þessum þurfi stjórnvöld að verja umtalsverðum fjármunum og mannafla, sem nýta mætti í önnur úrræði - eins og prófanir fyrir veirunni. Bandarísk stjórnvöld hafa enda kannski hvað harðast verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekist að koma á fót víðtækum skimunum í upphafi. Fyrir vikið hafi verið erfitt að meta raunverulegt umfangs smitsins í Bandaríkjunum. WHO lék víða lykilhlutverk við að útvega próf gegn veirunni á fyrstu stigum faraldursins. Bandarísk stjórnvöld afþökkuðu hins vegar próf stofnunarinnar en áttu síðan í vandræðum með að útvega sín eigin. Er nú svo komið að Bandaríkin hafa orðið verst úti í faraldrinum. Alls hafa næstum 400 þúsund staðfest smit greinst í landinu, sem dregið hafa næstum 13 þúsund manns til dauða.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir WHO efins um grímuskyldu Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess. 7. apríl 2020 20:00 Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. 31. mars 2020 12:28 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
WHO efins um grímuskyldu Æ fleiri ríki og borgir skylda nú íbúa til að bera andlitsgrímur vegna faraldursins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er efins um ágæti þess. 7. apríl 2020 20:00
Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. 31. mars 2020 12:28
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent