Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:57 Íbúar í Yichang í Hubei-héraði bíða í röðum eftir að kaupa lestarmiða. Áttatíu járnbrautarstöðvar opnuðu aftur fyrir ferðir innan héraðsins í gær eftir tveggja mánaða lokun vegna faraldursins. Ferðalög út úr héraðinu verða leyfð aftur 8. apríl. Vísir/EPA Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. Byrjað er að opna fyrirtæki sem hafa verið lokuð í tvo mánuði vegna útgöngu- og samgöngubanns sem var komið á í Hubei-héraði í Kína vegna faraldursins í vetur. Enn eru þó verulegar takmarkanir í gildi. Grein sem birtist í læknaritinu Lancet bendir til þess að ef útgöngubannið yrði framlengt í Wuhan fram í apríl væri hægt að seinka mögulegri seinni bylgju kórónuveirusmita þangað til seinna á árinu. Þannig væri hægt að kaupa heilbrigðiskerfinu tíma til að jafna sig á álaginu og undirbúa sig fyrir næstu bylgju. Það gæti mögulega bjargað mannslífum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Borgin verður núna að fara virkilega varlega í að forðast að aflétta félagslegri forðun of snemma vegna þess að það gæti leitt til þess að annar toppur í tilfellum komi fyrr,“ segir Kiesha Prem, sérfræðingur við Hreinlætis- og hitabeltislækningaskólann í Lundúnum (LSHTM) sem er einn höfunda greinarinnar. Rannsókn Prem og félaga hennar byggðist á niðurstöðum spálíkana um hvaða áhrif það hefði að framlengja eða slaka á lokunum skóla og vinnustaða í Wuhan. Verði takmörkunum aflétt nú gæti seinni bylgja smita átt sér stað seint í ágúst. Verði aðgerðirnar framlengdar fram í apríl væri líklega hægt að seinka því þangað til í október. Félagsleg forðun virkar Yang Liu, annar sérfræðingur LSHTM sem vann að rannsókninni, segir að ekki sé hægt að færa niðurstöðurnar fyrir Wuhan beint yfir á önnur lönd. Það sé þó víst að aðgerðir til að takmarka samneyti fólks skili árangri alls staðar. Fara verði varlega í að slaka á slíkum aðgerðum. „Ef þessar bylgjur koma of fljótt gæti það þyrmt yfir heilbrigðiskerfin,“ segir Yang. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur enda varað við því að ríki aflétti takmörkunum eins og samkomubönnum sem eiga að hefta útbreiðslu faraldursins. „Það síðasta sem nokkuð ríki þarf á að halda er að opna skóla og fyrirtæki en þurfa svo að loka þeim aftur vegna þess að þetta kemur upp aftur,“ segir Tedros Ghabreyesus, forstjóri WHO. Engu að síður hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst hugmyndum sínum um að slaka á tilmælum til fólks þar um páskana, þvert á ráðleggingar lýðheilsusérfræðinga. WHO hefur varað við því að Bandaríkin gætu orðið næsti miðpunktur faraldursins vegna þess hversu hratt smituðum fjölgar þar nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Aflétta sóttkví í Wuhan í apríl Kínversk yfirvöld hafa tilkynnt að sóttkví í borginni Wuhan, þar sem hin nýja tegund kórónuveiru greindist fyrst, verði aflétt þann 8. apríl næstkomandi. 24. mars 2020 07:22