Lífið

Herra Hnetusmjör verður í beinni annað kvöld og ætlar að reyna fyrir sér sem eftirherma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herra Hnetusmjör tók lagið í morgun
Herra Hnetusmjör tók lagið í morgun

„Ég vil ekki alveg kalla þetta tónleika, þetta er í rauninni skemmtiþáttur. Ég fékk símtal um daginn og bauðst semsagt að fá klukkutíma í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi og gera bara það sem mig langar til að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í Bítinu á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi í morgun en hann stendur fyrir þættinum Veisla með Herra Hnetusmjör.

„Ég held að þau munu sjá vel eftir þessu því þetta verður vel grillað, steikt og súrt. Ég er að fá til mín alla vini mína eða alla sem eru með yfir fimm þúsund fylgjendur á Instagram,“ segir Herra Hnetusmjör léttur. Bríet, Huginn, Friðrik Dór, Jón Jónsson og fleiri munu mæta í þáttinn.

„Ég verð veislustjóri. Það verða einhver lög tekin en þetta verður allt mjög grillað og ekki hefðbundnir streymistónleikar heldur skemmtiþáttur með tónlistaratriðum.“

Hann mun sjálfur reyna fyrir sér í eftirhermum og fær Sóla Hólm til að þjálfa sig.

„Ég get alveg hugsað mér að vera með minn eiginn sjónvarpsþátt,“ segir Herra en hann tók lagið í þættinum eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Herra Hnetusmjör tók lagið í Bítinu


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.