Fótbolti

Vilja lengja félagaskiptagluggann og samninga hjá leikmönnum sem renna út 30. júní

Anton Ingi Leifsson skrifar
Willian er einn þeirra leikmanna sem renna út af samningi þann 30. júní.
Willian er einn þeirra leikmanna sem renna út af samningi þann 30. júní. vísir/getty

Samkvæmt heimildum BBC ræða nú menn og konur innan knattspyrnuhreyfingarinnar að lengja félagaskiptagluggann og einnig lengja samninga hjá þeim leikmönnum sem eiga að renna út af samningi þann 30. júní.

FIFA hefur undanfarnar vikur rætt bæði við leikmenn, stjórnarmenn, þjálfara og fleiri sem tengjast deildunum og menn eru sammála um það að ekki takist að klára deildirnar fyrir 30. júní. Því þurfi að gera ráðstafanir vegna félagaskiptagluggans og samninga við leikmenn.

Margir leikmenn eru að renna út af samningi 30. júní en þessir samningar munu gilda eitthvað lengur svo hægt sé að klára tímabilin í öllum deildum á viðeigandi hátt án nokkur vandræða.

Félagaskiptaglugginn átti að loka þann 1. september á Englandi en nú mun FIFA skoða málið enn betur og sjá hvenær sé best að loka glugganum. Þeir munu ákveða það enn frekar þegar ljóst er hvenær yfirstandandi tímabil mun enda.

Í ályktum FIFA kom einnig fram hvatning til félaganna að reyna eftir fremsta magni að halda sínu fólki í vinnu og nota úrræði stjórnvalda í viðeigandi löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×