Erlent

Hermaður í fangelsi fyrir morð á blaðamanni og unnustu hans

Andri Eysteinsson skrifar
Jan Kuciak og Martina Kusnirova voru myrt 25. febrúar 2018.
Jan Kuciak og Martina Kusnirova voru myrt 25. febrúar 2018. Getty/Beata Zawrzel

Slóvakískur hermaður á fertugsaldri, Miroslav Marcek, hefur verið dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir morðin á blaðamanninum Jan Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova í febrúar 2018. BBC greinir frá.

Kuciak hafði verið að rannsaka ásakanir um spillingu slóvakískra viðskiptamanna og tengsl stjórnmálamanna við ítölsku ´Ndrangheta mafíuna. Mikil reiði braust út í samfélaginu eftir morðin og eftir að landsmenn höfðu mótmælt harðlega sagði þáverandi forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, af sér embætti, sömu sögu er að segja um ríkislögreglustjóra landsins.

Marcek var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Pezinok í dag en hann hafði játað glæpinn. Dómarinn, Ruzena Szabova sagði Marcek hafa verið miskunnarlaus í gjörðum sínum og að Kuciak og Kusnirova hefðu aldrei átt möguleika á að verjast árásinni.

Meintir vitorðsmenn Marcek, til að mynda viðskiptajöfurinn Marian Kocner, hafa neitað sök en mál gegn þeim eru nú rekin fyrir slóvakískum dómstól.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.