Fótbolti

Son til Suður-Kóreu að sinna herskyldu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Son er kominn heim þar sem hann verður næstu fjórar vikurnar.
Son er kominn heim þar sem hann verður næstu fjórar vikurnar. vísir/getty

Tottenham hefur staðfest að framherjinn Heung-Min Son er nú mættur til Suður-Kóreu þar sem hann mun ljúka fjögurra vikna herskyldu.

Hinn 27 ára gamli Son fékk undanþágu árið 2018 frá því að sinna herskyldunni eftir að hafa unnið gull með Suður Kóreu á Asíuleikunum en nú er komið í ljós að hann þarf samt sem áður að sinna skyldunni.

Enginn fótbolti er spilaður á Englandi þessar vikurnar vegna kórónuveirunnar og því var ákveðið að Son nýtti þetta hlé til þess að ferðast heim og klára herskylduna.

Son hélt til síns heima í enda mars en hann hafði verið á meiðslalistanum eftir að hafa meiðst í 3-2 sigri Tottenham á Aston Villa í lok mars.

Ekki er vitað hvenær enski boltinn mun byrja aftur en talið er að Son ljúki herskyldunni og snúi aftur til Englands í byrjun maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.