Innlent

Búið að ná í smitrakningaforritið 115 þúsund sinnum

Eiður Þór Árnason skrifar
Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna.
Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Lögreglan

Búið er að hlaða niður smitrakningaforriti landlæknis í 115 þúsund símtæki. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Hún kvaðst vera þakklát fyrir góðar viðtökur almennings. Nærri 75 þúsund manns höfðu sótt forrið síðasta föstudag, daginn eftir að það varð aðgengilegt.

Rakningaforritinu, sem ber nafnið Rakning C-15, er ætlað að hraða smitrakningavinnu hér á landi þegar einstaklingur greinist með kórónuveiruna. 

Skjáskot úr appinu en þessi skilaboð fást þegar búið er að samþykkja rakninguna.

Þetta gerir forritið með því að vista ferðir fólks í tvær vikur og geyma þær með öruggum hætti í símanum. Ef smit kemur upp getur Smitrakningateymi sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra óskað eftir því að fá aðgang að staðsetningargögnunum.

Smitrakningateymið hefur unnið hörðum höndum að því að rekja kórónuveirusmit hér á landi undanfarnar vikur. Verkið er torsótt enda þarf að ræða við smitaða og biðja þá um að rifja upp hvar þeir hafa verið og hverja þeir hafa verið í samskiptum við.

Með gögn úr forritinu til hliðsjónar er vonast til þess að að það reyni minna á hverfult minni fólks í þessum aðstæðum. Þá eru einstaklingar sagðir líklegri til þess að geta rifjað upp hverjir voru á vegi þeirra þegar það veit hvar það var verið staðsett. 

Bæði er hægt að nálgast forritið Rakning C-19 fyrir iPhone og Android-síma í App Store og Play Store. Til stendur að senda skilaboð í alla síma á landinu með tengil á forritið þar sem fólk verður hvatt til þess að sækja það.  


Tengdar fréttir

Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið

Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna.

Hægt að sækja smitrakningaforritið í Appstore

Eigendur iPhone geta nú sótt smitrakningarforrit Landlæknisembættisins Rakning C-19 í Appstore. Forritið er enn sem komið er ekki komið í PlayStore en beðið er græns ljóss frá Google.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.