Fótbolti

Möguleiki að spila fyrir luktum dyrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það gæti farið svo að þeir leikir sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu fari fram fyrir luktum dyrum.
Það gæti farið svo að þeir leikir sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu fari fram fyrir luktum dyrum. EPA-EFE/PETER POWELL

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að þeir leikir sem eftir eru af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni gætu verið leiknir fyrir luktum dyrum en sjónvarpað samt sem áður. Það sé skömminni skárra heldur en að leika þá ekki þó svo Ceferin vilji helst hafa stuðningsmenn í stúkunni.

Ceferen sagði í viðtali við ZDF Sportstudio í Þýskalandi að hann tæki hugmyndinni að leika fyrir luktum dyrum með opnum örmum ef það væri eini möguleikinn í stöðunni. Sky Sports greindi frá.

Sem stendur er óvíst hvenær hægt er að hefja leik í báðum keppnum vegna kórónufaraldursins sem hefur stöðvað allt íþróttalíf í Evrópu, nema í Hvíta-Rússlandi.

„Ef yfirvöld leyfa okkur ekki að spila þá getum við ekki spilað,“ sagði Ceferin að lokum aðspurður hvort það gæti farið svo að tímabilinu yrði einfaldlega aflýst í báðum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×