Innlent

Fjölda­hjálpar­stöð opnuð á Laugar­vatni vegna fjögurra ung­menna

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitarmenn frá Laugarvatni voru kallaðir út.
Björgunarsveitarmenn frá Laugarvatni voru kallaðir út. Vísir/vilhelm

Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Laugarvatni um klukkan átta í kvöld fyrir fjögur ungmenni eftir að það drapst á bifreið þeirra á Lyngdalsheiði. 

Mikið óveður var á heiðinni og voru þau flutt þaðan af björgunarsveitarmönnum yfir í menntaskólann.

Að sögn Pálma Hilmarssonar, húsvarðar í Menntaskólanum á Laugarvatni, fengu þau þar mat og voru hýst stuttlega áður en ákveðið var að flytja þau í Efstadal þar sem þeim var útveguð gisting á gistiheimili. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×