Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2020 21:20 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins í dag enda vonskuveður um allt land. Spáð er verra veðri á morgun og eru Íslendingar hvattir til þess að halda sig heima. Landsbjörg Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27
Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26
Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31