Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2020 21:20 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins í dag enda vonskuveður um allt land. Spáð er verra veðri á morgun og eru Íslendingar hvattir til þess að halda sig heima. Landsbjörg Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Björgunarsveitir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðstoðað við sýnaflutninga í dag vegna veðurs, en víða á landinu er aftakaveður og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt utan höfuðborgarsvæðisins á morgun. Björgunarsveit Hornafjarðar var ein þeirra björgunarsveita sem aðstoðaði við sýnaflutning í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitarinnar á Hornafirði, segir flutninginn hafa gengið vel þrátt fyrir veður. „Það var brjálað veður en margar hendur unnu létt verk og það lögðust margir á verkið, bæði sjúkraflutningar, lögregla og björgunarsveit,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Ákveðið hafi verið að flytja sýnin í dag þar sem ekki er útlit fyrir að slíkt myndi takast á morgun, en þó svo að veðrið sé slæmt í dag er spáð enn verra veðri á morgun. „Við þurftum að fá aðstoð björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Dagrenningar á Hvolsvelli við þennan flutning, því veðrið var komið í 50 metra og svo var orðið brjálað undir Eyjafjöllunum.“ Landhelgisgæslan flutti sýnin yfir djúpið Fyrir vestan þurftu bjorgunarsveitir að flytja sýni yfir Steingrímsfjarðarheiði þar sem lítið skyggni og vonskuveður var. Landhelgisgæslan flutti svo sýnin yfir djúpið þar sem björgunarsveitarfólk tók á móti þeim og skutlaði þeim landleiðina áfram til móts við þá sem flytja þau í bæinn. Í myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í dag. Klippa: Björgunarsveitir aðstoða við sýnaflutninga Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir margar björgunarsveitir hafa tekið þátt í flutningum í dag. Þá hafi einnig verið mörg útköll vegna bíla sem lentu í vandræðum vegna veðurs. Sjá einnig: Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Hann segir ekkert ferðaveður vera á landinu, skyggni sé víða slæmt og mikið hvassviðri. Hann hvetur fólk til þess að fylgja fyrirmælum Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og halda sig heima. „Mjög mikilvægt að við tökum á þessu saman, við erum víst öll saman í þessu,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27 Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26 Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hafa þurft að aðstoða fjölda Íslendinga á ferðalagi um Suðurland Vonskuveður er á svæðinu, ekkert skyggni og mjög hvasst að sögn Orra Örvarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík. 4. apríl 2020 16:27
Víða lokanir eða ófært vegna veðurs Mikið hvassviðri verður á landinu um helgina og bætir í vind og ofankomu í kvöld. 4. apríl 2020 15:26
Appelsínugul viðvörun um land allt Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landið allt, nema höfuðborgarsvæðið, vegna vonskuveðurs á morgun. 4. apríl 2020 13:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent