Fótbolti

Talið að Juventus myndi afþakka titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Juventus var á toppi Serie A deildarinnar á Ítalíu þegar deildinni þar í landi var frestað ótímabundið.
Juventus var á toppi Serie A deildarinnar á Ítalíu þegar deildinni þar í landi var frestað ótímabundið. EPA/ALESSANDRO DI MARCO

Ef ítalska knattspyrnusambandið myndi ákveða að blása tímabilið þar í landi af er talið að Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, myndi afþakka titilinn. Forseti sambandsins gaf það allavega til kynna í útvarpsviðtali. Hann segir þó að forgangsatriði sé að klára deildina.

Ítalía hefur komið einkar illa út úr kórónufaraldrinum og alls hafa yfir 100 þúsund smitast þar í landi og 15 þúsund manns látið lífið. Það er því ekki í forgangi að klára knattspyrnutímabilið þar í landi þó það þurfi að sjálfsögðu að taka ákvörðun þess efnis.

Þegar deildarkeppninni var frestað ótímabundið um miðjan mars mánuð sat Juventus á toppi deildarinnar, aðeins stigi á undan Lazio. Enn á eftir að leika 12 umferðir en óvíst er hvenær það er hægt.

Gabriele Gavirn, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við TMW Radio að hann væri ekki hrifinn af því að flauta tímabilið af og dæma það ómerkt eða ógilt.

„Það er flókið að blása deildina af og mikið óréttlæti sem því fylgir. Myndi það að öllum líkindum leiða af sér dómsmál. Það þyrfi að ákveða sigurvegara en Juventus er alfarið á móti þeirri hugmynd," sagði Gavirn í viðtalinu.

„Það er forgangsatriðið er að klára deildina. Vonandi getum við hafið leik að nýju þann 20. maí eða í júní. Þá ætti að vera hægt að klára deildina í júlí. Það hefur verið talað um ágúst eða september en ég er á móti því að fórna öðru tímabili til að klára þetta,“ sagði Gravina einnig en nýtt tímabil á Ítalíu ætti að fara f stað undir lok ágúst eða í byrjun september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.