Fótbolti

Lið Ara Freys á leiðinni í gjaldþrot?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ari Freyr Skúlason í leik með íslenska landsliðinu gegn Belgíu á Laugardalsvelli.
Ari Freyr Skúlason í leik með íslenska landsliðinu gegn Belgíu á Laugardalsvelli. Vísir/Getty

KV Oostende, lið landsliðsmannsins Ara Freys Skúlasonar í belgísku úrvalsdeildinni, er við það að verða gjaldþrota eftir að bandarískir fjárfestar, Pacific Media Group, hættu við að kaupa félagið.

De Standaard í Belgíu greindi frá.

Ari Freyr gekk í raðir Oostende fyrir núverandi leiktíð en hann lék áður með Lokeren. Ari gerði í kjölfarið tveggja ára samning sem hefði átt að gilda út næsta leiktímabil. Nú er alls óvíst hvort liðið verði enn með leikmenn á launaskrá þegar þar að kemur.

Forráðamenn Oostende kenna Marc Coucke, fráfarandi eiganda, um og telja að hann hafi viljað of háa fjárhæð. Það ku hafa fælt Pacific Media Group frá.

Ari, sem á 72 landsleiki fyrir A-landslið Íslands, hefur leikið í Hollandi, Noregi, Danmörku og Belgíu á ferlinum ásamt Íslandi á ferli sínum. Mögulega bætist sjötta landið við ef Oostende verður gjaldþrota.

Það er ljóst að liðið heldur þó sæti sínu í efstu deild þar sem belgíska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ljúka deildarkeppni þar í landi. Liðið var í 15. sæti af 16 þegar fresta þurfti deildinni vegna kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×