Madridingar misstigu sig gegn Real Betis Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. mars 2020 22:00 Cristian Tello gerði uppeldisfélagi sínu stóran greiða í kvöld vísir/getty Real Madrid heimsótti Real Betis í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni og þurftu Madridingar sigur til að endurheimta toppsæti deildarinnar sem Börsungar hrifsuðu til sín í gær með 1-0 sigri á Real Sociedad. Það blés ekki byrlega fyrir gestina því brasilíski varnarmaðurinn Sidnei kom Betis í forystu með þrumufleyg. Madridingar voru fljótir að svara fyrir sig með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sidnei í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Karim Benzema fór á vítapunktinn og skoraði örugglega. Benzema gerði sig sekan um slæm mistök á 82.mínútu sem gerði Cristian Tello kleift að komast einn gegn Thibaut Courtois. Það nýtti hann sér til að skora sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 fyrir Real Betis og er Barcelona því enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Spænski boltinn
Real Madrid heimsótti Real Betis í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni og þurftu Madridingar sigur til að endurheimta toppsæti deildarinnar sem Börsungar hrifsuðu til sín í gær með 1-0 sigri á Real Sociedad. Það blés ekki byrlega fyrir gestina því brasilíski varnarmaðurinn Sidnei kom Betis í forystu með þrumufleyg. Madridingar voru fljótir að svara fyrir sig með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sidnei í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Karim Benzema fór á vítapunktinn og skoraði örugglega. Benzema gerði sig sekan um slæm mistök á 82.mínútu sem gerði Cristian Tello kleift að komast einn gegn Thibaut Courtois. Það nýtti hann sér til að skora sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 fyrir Real Betis og er Barcelona því enn með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn