Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 14:24 „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
„Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14