Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 14:24 „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
„Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14