Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir varð meistari í þriðja landinu á laugardagskvöldið þegar hún og félagar hennar í liði Portland Thorns tryggðu sér bandaríska meistaratitilinn með 1-0 sigri á deildarmeisturum North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný hafði áður orðið Íslandsmeistari í fjórgang og svo þýskur meistari með Bayern München. Þá bættist hún í hóp þeirra leikmanna sem hafa bæði unnið meistaratitilinn í háskóladeildinni og atvinnumannadeildinni. Árið sem hún byrjaði, meidd og í algjöri óvissu, er því að enda frábærlega og íslenska landsliðskonan segist loksins vera búin að ná fullum styrk eftir meiðslin.Meidd í nokkra mánuði „Við kláruðum þetta og þetta var mjög ljúft. Næstum því helmingurinn af liðinu þeirra er jafnstór og ég og þær dældu boltum inn í teig. Það lá svolítið á okkur en við kláruðum þetta,“ sagði Dagný um úrslitaleikinn en það hefur líka reynt mikið á íslensku landsliðskonuna í ár. „Þetta er búið að vera ógeðlega erfitt ár fyrir mig. Ég var meidd í nokkra mánuði og það var ekki víst hvort ég myndi ná EM. Svo náði ég EM og núna er ég loksins upp á mitt besta eftir að vera búin að ná því að spila í nokkra mánuði,“ segir Dagný. Hún var þarna að vinna sinn ellefta stóra titil á ferlinum og þekkir því vel að vera með gull um hálsinn.Yassssss pic.twitter.com/EDJJ0jWKI1 — Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) October 15, 2017 Dagný Brynjarsdóttir í leik með landsliðinu á EM.Vísir/GettyÞessi er risastór „Vonandi heldur þetta bara áfram svona þangað til ég hætti. Maður er ekkert að hata þetta. Ég er í þessu til að vinna titla og þetta er geggjað,“ segir Dagný en er þessi titill eitthvað öðruvísi en allir hinir? „Auðvitað er þessi risastór. Margir af bestu leikmönnunum í heimi spila í þessari deild og mér finnst þetta klárlega vera erfiðasta deildin sem ég hef spilað í. Ég held samt að það sé sama hvaða titil maður vinnur því þetta er alltaf jafn sætt,“ segir Dagný en bætir við: „Af því að þetta er búið að vera erfitt ár þá var þessi kannski extra sætur. Ég er ekki mikið að grenja fyrir framan fólk en ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég viðurkenni alveg að ég þurfti að halda aftur af tárunum,“ segir Dagný. Já, árið 2017 er búið að reyna á þessa 26 ára gömlu knattspyrnukonu. „Á tímabili vissi ég hvort ég gæti spilað fótbolta á árinu. Það fann enginn út hvernig ég átti að verða betri en einhvern veginn fór þetta að koma. Þá varð ég að koma mér aftur í gang því ég var frá í fimm mánuði. Það tók sinn tíma að koma sér aftur af stað,“ segir Dagný. „Ég var klár fyrir EM en ég var ekki upp á mitt besta. Ég hef aldrei spilað ár sem hefur tekið eins mikið á og þetta, bæði fótboltalega og líkamlega. Þetta er búið að vera erfitt en ég er með góðan stuðning heima í vinum og fjölskyldu og liðsfélögum. Það er búið að hugsa vel um mig,“ segir Dagný og nefnir líka landsliðið og gamla þjálfarann hennar heima á Íslandi. Hún horfir til næstu landsleikja og undankeppni HM og segir að árangur karlalandsliðsins og farseðill þeirra á HM í Rússlandi gefi stelpunum aukinn kraft.Vísir/GettyEf þeir geta það þá getum við „Karlarnir náðu þessu eftir að hafa verið í erfiðum riðli það gefur okkur trú. Ef þeir geta þetta þá eigum við alveg að geta þetta. Vonandi tökum við þrjú stig í báðum þessum landsleikjum og þá fer ég virkilega sátt í smá frí,“ segir Dagný en segist þó ekki þurfa langt frí. „Ég byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr en í lok maí. Ég þarf nú varla neitt frí. Ég get ekki beðið eftir að komast heim og fara á aukaæfingar. Ég er strax byrjuð að semja við þjálfarana heima um að taka mig á aukaæfingar,“ segir Dagný að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira