Netanyahu hótar stríði á Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 21:03 Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. AP/Khalil Hamra Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Ísrael Palestína Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020
Ísrael Palestína Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira