Netanyahu hótar stríði á Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 21:03 Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. AP/Khalil Hamra Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Ísrael Palestína Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020
Ísrael Palestína Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira