Alisson Becker markvörður Liverpool, lagði upp seinna mark Liverpool liðsins og er þar með búinn að jafna við margar stórstjörnur á stoðsendingalistanum á þessu tímabili.
Alisson fékk þarna skráða sína fyrstu stoðsendingu á leiktíðinni og jafnaði þar við menn eins og Raheem Sterling, Mesut Özil og Gylfa Þór Sigurðsson.
Players Alisson has as many assists as:
— LFC // THEO (@OrigiSeason) January 19, 2020
• Mesut Özil
• Aubameyang
• Almiron
• Ndombele
• (more than) Lingard
• Lucas Moura
• Gylfi Sigurdsson
• Sterling
• Walcott
• Saint-Maximin
Kevin De Bruyne er með yfirburðarforystu á stoðsendingalistanum því hann hefur gefið fjórtán slíkar eða fimm fleiri en næsti maður.
Liverpool maðurinn Trent Alexander-Arnold lagði upp fyrra mark Liverpool fyrir Virgil van Dijk og bakvörðurinn ungi hefur þar með gefið níu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Alisson has as many Premier League assists this season (1) as Raheem Sterling, Mesut Özil & Gylfi Sigurdsson.
— Statman Dave (@StatmanDave) January 19, 2020
VERY deep-lying playmaker. pic.twitter.com/5TWjxSVfMb
Það fylgir reyndar sögunni að þó að Gylfi Þór Sigurðsson sé aðeins skráður með eina stoðsendingu þá kemur það til vegna mjög strangra reglna í skráningunni.
Fleiri sendingar Gylfa á tímabilinu hafa þannig orðið að marki án þess að vera stoðsendingar þar sem þær hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sendingin þarf aðeins að snerta varnarmann til að ekki verði skráð stoðsending og það hefur bitnað á okkar manni í að minnsta kosti tveimur mörkum.
Gylfi hefur samt gefið mun minna að stoðsendingum en tímabilin á undan og er líka að skora mun minna. Þetta hefur því heilt yfir verið vonbrigðatímabil fyrir íslenska landsliðsmanninn.