Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 17:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira