Fótbolti

Gullmoli dagsins: Sveppi heimsótti Eið á Camp Nou og sendi Liverpool-mönnum tóninn

Sindri Sverrisson skrifar
Sveppi og Eiður Smári Guðjohnsen í góðum gír á Camp Nou um árið.
Sveppi og Eiður Smári Guðjohnsen í góðum gír á Camp Nou um árið. VÍSIR/GETTY

„Gullmoli dagsins“ er dagskrárliður í Sportinu í dag þar sem rifjuð eru upp skemmtileg atriði úr sögu íþróttastöðva Stöðvar 2. Í dag var sýnd heimsókn Sveppa til Eiðs Smára Guðjohnsen vorið 2007.

Sveppi heimsótti Eið á Camp Nou þar sem Eiður hafði þá lokið sinni fyrstu leiktíð með stórveldi Barcelona, en innslagið sem sjá má hér að neðan var fyrst sýnt í fótboltaþætti Guðna Bergssonar sem nú er formaður KSÍ. Sveppi spurði Eið meðal annars út í Guðna en þeir léku saman hjá Bolton snemma á ferli Eiðs.

Eiður og félagar í Barcelona höfðu fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Liverpool á leiktíðinni og ljóst að Liverpool-liðið var honum ekki kært. Sveppi fékk Eið til að segja að hann myndi aldrei ganga til liðs við Liverpool og Eiður kvaðst reikna með sigri AC Milan gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, sem varð raunin. 

Aðspurður hvort hann gæti verið á förum frá Barcelona, hugsanlega til West Ham, sagðist Eiður ætla að halda kyrru fyrir og tveimur árum síðar vann hann Meistaradeildina með Börsungum.

Klippa: Gullmoli dagsins: Eiður Smári og Sveppi á Camp Nou

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.