Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2020 19:48 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynntu aðgerðir í þágu námsmanna á blaðamannafundi í HR í dag. Vísir/Vilhelm Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan. Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. Meðal annars stendur til að verja 300 milljónum til að bjóða upp á sumarnám í framhaldsskólum. Boðið verði upp á rúmlega áttatíu áfanga í fimmtán framhaldsskólum í flestum landshlutum. Fjölbreytt úrval verði í boði, meðal annars sérsniðnir áfangar fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þá verður 500 milljónum varið til sumarnáms í öllum háskólum landsins. Yfir 200 námsleiðir séu í boði, einingabærir áfangar, símenntunarúrræði og ýmislegt fleira. Stefnt verði að því að halda skráningargjöldum í lágmarki. Þá hafi LÍN brugðist við með ýmsum aðgerðum. „Það verður lágmarksframvindukrafa vegna sumarnámsins 2020 og það er hægt að fá lán fyrir einni einingu. Þannig að ef þú ert að taka mjög stutt nám eða þrjár einingar, þú færð lán hjá lánasjóði íslenskra námsmanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, á kynningarfundi í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þá á að verja rúmum tveimur milljörðum í að skapa 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn, átján ára og eldri. Ráðningartímabil miðist við fyrsta júní til 31. ágúst. „Við vorum að samþykkja í gær fyrstu sautján hundruð störfin til sveitarfélaganna. Við erum síðan að bíða eftir frá opinberu stofnununum þannig að næsti pakki fer af stað bara á allra næstu dögum. Markmiðið er að eins og ég segi, þessi 3.400 störf, við erum með tryggt fjármagn í það. Við erum líka sammála um það að verði hægt að skapa fleiri störf þá munum við skapa fleiri störf,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Þá hafa opinberir háskólar samþykkt að bjóða upp á greiðsludreifingu á skrásetningargjöldum. Aðrir skólar skoða slíkt hið sama. „Við höfum verið alveg í samfloti frá því að þessi hugmynd var rædd í samráðshópi meðal allra háskóla og menntamálaráðuneytisins og fleiri aðila og erum bara að vinna í útfærslunni á því hvernig við getum boðið upp á samsvarandi dreifingu á skólagjöldum hér,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík en ítarlegra viðtal við hann er að finna í spilaranum hér að neðan. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir, að í HÍ hafi verið gripið til ýmissa ráðstafanna. „Það er margt í gangi. Síðan erum við að kortleggja þetta varðandi sumarstörfin og við hyggjumst sækja um verulegan fjölda sumarstarfa,“ segir Jón Atli sem nánar er rætt við í myndskeiðinu hér að neðan.
Námslán Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46 Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
2,2 milljarðar í 3400 sumarstörf fyrir námsmenn Stjórnvöld munu veita 2,2 milljörðum króna í alls um 3400 sumarstörf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, til að bregðast við efnahagsþrengingum vegna kórónuveirufaraldurs. 13. maí 2020 13:46
Svona var kynningarfundur ráðherra fyrir námsmenn Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda er snúa að sumarnámi í framhalds- og háskólum, sem og atvinnumöguleikum námsmanna, verða kynntar. 13. maí 2020 12:38
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14