Innlent

Ríkissáttasemjari boðar til fundar í kjaradeildu hjúkrunarfræðinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Landspítalanum undanfarnar vikur.
Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Landspítalanum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að kalla samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar á mánudaginn. Tíu dagar eru síðan aðilar funduðu síðast.

Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings frá því í lok mars í fyrra. Hjúkrunarfræðingar hafa sagt langt á milli samningsaðila, einkum í því sem snýr að launaliðnum.

Um mánaðamótin kom til aðgerðar niðurfelling svokallaðs vaktaálagsauka hjúkrunafræðinga sem svaraði til tuga þúsunda króna. Aðgerðin var boðuð í haust og var hluti af umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum á Landspítalanum.

Hjúkrunafræðingar hafa lýst yfir mikilli óánægju með að vaktaálgsaukinn hafi dottið út um mánaðamótin einmitt þegar álag hafi aldrei verið meira í starfi vegna kórónuveirufaraldursins.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í hádeginu leggja áherslu á það á hverjum degi að samið verði við hjúkrunarfræðinga. Það sé í raun „lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt samfélag“ að stéttin búi við kjarasamning sem hún geti unað við.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði á upplýsingafundi síðdegis að hann og fleiri stjórnendur heilbrigðisstofnana hefðu sent ráðherra bréf og lýst yfir áhyggjum af stöðunni. Landlæknir sagði það sama á upplýsingafundinum í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.