Erlent

Tæklaði glæpamann og hélt áfram göngutúrnum með hundinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn skutlaði sér á glæpamann á hlaupum.
Maðurinn skutlaði sér á glæpamann á hlaupum.

Lögreglan í Queensland í Ástralíu leitar nú að manni sem hjálpaði við handtöku glæpamanns í gær. Maðurinn var á gangi með hund sinn yfir brú þegar glæpamaðurinn reyndi að hlaupa fram hjá honum. Í stað þess að hleypa glæpamanninum fram hjá sér, stökk maðurinn á hann og dró hann niður í jörðina. Þar hélt hann glæpamanninum þar til lögregluþjóna bar að garði.

Maðurinn gaf einum lögregluþjóni fimmu og gekk á brott.

Atvikið var fangað á mynd úr þyrlu lögreglunnar.

Rekja má atvikið til þess að lögregluþjónar sáu stolin bíl og reyndu að stöðva hann. Þeir sprengdu dekk bílsins og reyndu að brjóta rúðu og ná þannig manninum sem hafði stolið honum.

Þjófurinn keyrði þó næstum því á lögregluþjón, keyrði á lögreglubíl og keyrði á brott á mikilli ferð. Hann þurfti þó að stöðva bílinn skömmu seinna og reynda að flýja á tveimur jafnfljótum, með þeim afleiðingum sem nefndar voru hér að ofan.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mannsins sé leitað, svo hægt sé að verðlauna hann fyrir að stöðva glæpamanninn. Sá hefur meðal annars verið ákærður fyrir notkun og vörslu fíkniefna og að keyra bíl án bílprófs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×