Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 13:27 Frá tónleikum í Ekvador fyrr í mánuðinum. AP/Dolores Ochoa Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira