Grunaðir um smygl til Íslands í áraraðir 28. september 2012 08:00 „Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
„Þetta er eitt stærsta mál sem við höfum unnið að," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um mál átta Íslendinga og fjögurra annarra sem nú sitja inni í Kaupmannahöfn og Noregi. Mennirnir eru taldir hafa stýrt fíkniefnasmygli um alla Evrópu, meðal annars til Íslands, í áraraðir. Að því er fram kemur í tilkynningu frá dönsku lögreglunni í gær voru þeir handteknir á löngu tímabili, sá fyrsti í ágúst og þeir síðustu á mánudaginn. Í fórum nokkurra þeirra fundust samtals 34 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. „Aðgerðirnar eru byggðar á íslenskri rannsókn sem hófst fyrir rúmlega ári," segir Karl Steinar. „Forræðið var hjá okkur í upphafi en færðist síðan yfir til Dananna í maí þegar ákveðið var að stoppa atburðarásina þar." Í tilkynningu dönsku lögreglunnar er haft eftir Steffen Thanning Steffensen, yfirmanni hjá lögreglunni, að þeim hafi fljótt orðið ljóst að höfuðpaurinn í málinu væri 38 ára gamall Íslendingur sem var búsettur á Spáni. Þar er átt við Guðmund Inga Þóroddsson, sem hlaut sjö og fimm ára fangelsisdóma fyrir fíkniefnasmygl hérlendis árin 2000 og 2002. Sjö aðrir Íslendingar eru í haldi, þar af einn í Noregi. Einn Íslendinganna hefur verið búsettur í Síle, en meðal hinna handteknu er einnig Sílebúi með franskan ríkisborgararétt. Þrír hinna handteknu eru Danir. „Við teljum að þessi hópur hafi verið mjög umfangsmikill í meðhöndlun fíkniefna, sölu þeirra og dreifingu í Evrópu á undanförnum árum, þar á meðal á Íslandi," segir Karl Steinar. „Á þessu stigi er það meðal þess sem er rannsakað hvert þessi tilteknu fíkniefni áttu að fara. Það er á ábyrgð Dananna að leiða það í ljós, en við vinnum með þeim í því eins og við getum." Amfetamínið sem fannst var mjög sterkt, að sögn Karls, og auðvelt hefði verið að drýgja það að minnsta kosti þrefalt fyrir götusölu. Þá hefði götuvirði þess verið rúmlega hálfur milljarður. Í sumar var Sverrir Þór Gunnarsson, kallaður Sveddi tönn, handtekinn í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann hafði lengi verið grunaður um að hafa staðið fyrir reglulegu og miklu smygli á fíkniefnum til Íslands. Með því og þessu nýja máli segist Karl Steinar telja að tekist hafi að loka tveimur af helstu smyglleiðunum til Íslands. „Við höfum einsett okkur að knésetja þá brotahópa sem við teljum að hafi unnið á Íslandi og það hafa verið ansi stór og þung skref stigin í því." stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Oddviti Múlaþings vill verða ritari Framsóknarflokksins Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira