Real Madrid hefur byrjað tímabilið á Spáni illa og Barcelona er þegar komið með þægilegt forskot á erkifjendurna.
Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir að sitt lið kunni vel við þessa stöðu og segir að öll pressan sé á Real.
"Það er ekkert lítið mál að vera þegar komnir með átta stiga forskot á Real. Við verðum að nýta okkur þetta góða forskot. Þetta lítur vel út fyrir okkur og pressan er öll á Real Madrid," sagði Xavi en liðin mætast í næstu viku.
"Auðvitað er líka pressa á okkur fyr leikinn en Madrid má aftur á móti ekki við því að misstíga sig. Það er aftur á móti of snemmt að fara að spá því að við séum búnir að vinna deildina."
Xavi: Öll pressan er á Real Madrid
